Skilmálar

BÓKANIR: 
Leigutaki þarf að vera orðinn 25 ára.  Leigutími er ein vika í senn. Hægt er að bóka íbúðina allt að einni viku fyrir áætlaðan komutíma.  Fjöldi gesta skal ekki vera fleiri en fram kemur í bókunni.

GREIÐSLUR-AFBÓKUN-ÞRIF
Leigufjárhæð skal greiða í síðasta lagi einum mánuði fyrir komudag.  Greiða þarf 20% staðfestingargjald við bókun og er gjaldið óafturkræft.  Frestur til að hætta við bókun er einum mánuði fyrir komudag.  Kostnaður vegna þrifa er ekki inni í leiguverði og þarf að greiða hann sérstaklega.  Allar greiðslur þarf að inna af hendi með bankamillifærslu.

UPPLÝSINGAR
Upplýsingar um afhendingu lykla o.þ.h. verða sendar til  þín í tölvupósti. Allar fyrirspurnir skal senda á netfanfgið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

Komu og brottfarartímar 

Íbúðin er laus fyrir leigutaka kl. 15.00 á komudegi. Rýma skal íbúðina ekki síðar en kl. 12.00 á brottfarardegi.

FRÁGANGUR VIÐ SKIL Á ÍBÚÐINNI
Leigutaka ber að ganga vel um íbúðina á meðan dvöl stendur og skila henni í snyrtilegu ásigkomulagi.  Tæma þarf ísskáp og þvo leirtau.

ANNAÐ:
Reykingar eru bannaðar inni í íbúðinni.Gæludýr eru ekki leyfð.Leigutaka ber skylda til að sýna nágrönnunum tillitsemi. Svefnró skal  vera í húsinu 00:00 – 08:00.  Gæta þarf að því að fara ekki óhóflega með vatn og rafmagn og huga sérstaklega að loftkælingu og gæta þess að hún sé ekki í notkun þegar enginn er í íbúðinni.

 

Leigutaki samþykkir leiguskilmála þessa við bókun og staðfestir um leið að hann hafi kynnt sér þá og samþykkt.

Leigusali er tene sl.

Facebook