4 herbergja íbúð á Playa Paraiso, Tenerife til leigu

Íbúðin er staðsett í nýju fjölbýlishúsi rétt hjá HardRock hótelinu á Adeje ströndinni. Frábær sólbaðsaðstaða og sundlaug er í húsinu og ströndin er aðeins í 5 mínútna göngufæri. Íbúðin er 4ja herbergja (3 svefnherbergi) vel búin húsbúnaði og tækjum og öllum nútíma þægindum eins og interneti, 55" snjallsjónvarpi, þvottavél, þurrkara, uppþvottavél og bílastæði í lokaðri bílageymslu.

Öryggisgæsla er í húsinu allan sólarhringinn og Matvöruverslanir, apótek, barir og líkamstræktarstöðvar eru í næsta nágrenni.

Bókunarstaða

No prices were found for this unit for these dates (2022-08-17 - 3000-12-31)

Valkostir

Lokaþrif €120.00 Hver bókun Leigjendur verða að greiða fyrir lokaþrif á íbúðinni.
 • 3 svefnherbergi.  Öll svefnherbergin eru með  tvíbreiðu rúmi (180x200).
 • 2 baðherbergi.
 • Svefnaðstaða fyrir allt að 6 manns
 • Bílastæði í bílskýli
 • Stór garður með sólarverönd og sundlaug með fossi og vaðlaug.  Bar og veitingastaður er í garðinum.
 • Líkamsræktarstöð og Spa er í 500mtr fjarlægð

Verð og greiðslur:

 • Leiguverð: 160 Evrur nóttin. (200 Evrur um jól og Páska)
 • Þrif: 120 Evrur
 • Leigutími: Lágmark 1 vika í senn
 • Staðfestingargjald:  20% af leiguverði.  Greiðist við bókun.  Staðfestingargjald er ekki afturkræft
 • Fullnaðargreiðsla: 1 Mánuði fyrir komu
 • Afbókun:  Í síðasta lagi einum mánuði fyrir komu.  Staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt.